Fara á efnissvæði

Börn og tannlæknar

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu vegna tannlækninga barna að 18 ára afmælisdegi hvers og eins. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku er að hafa skráðan heimilistannlækni. Þú getur skráð heimilistannlækni á réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands en tannlæknirinn getur einnig séð um skráninguna. 

Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands

Reglubundið eftirlit hjá tannlækni

Það er einstaklingsbundið hversu oft börn þurfa að fara í eftirlit hjá tannlækni. Heimilistannlæknir hefur meðal annars það hlutverk að boða börn í eftirlit og meta hversu oft þau þurfa að koma. Það ættu aldrei að líða meira en tvö ár á milli heimsókna til tannlæknis.

Hvenær á að fara í fyrstu heimsókn til tannlæknis?

Foreldrar eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.

Margir fullorðnir kvíða því að fara til tannlæknis. Í því tilviki getur foreldri auðveldlega smitað barn sitt af þessum kvíða ef ekki er hugað að þeim þætti. Það er til dæmis ekki góð hugmynd að fá barn ofan af því að borða sælgæti með því að hræða það með því að tannlæknirinn þurfi þá að bora í tennurnar. Miklu nær er að nota þau rök að nammið skemmi tennurnar eða hafa sælgætið einfaldlega ekki í boði. Það er óþarfi að lofa börnum verðlaunum ef vel gengur því það er engin ástæða til að ætla annað en að vel gangi. Heimsókn til tannlæknis er fyrir flest börn ánægjuleg upplifun og sum vilja fara oftar en þeim stendur til boða.

Upplýsingar um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands má finna hér.