Fara á efnissvæði

Ofbeldi í samböndum

Kaflar
Útgáfudagur

Ofbeldi í samböndum byrjar hægt og bítandi og því getur verið erfitt að festa fingur á hvað er í raun að gerast. Það byrjar gjarnan með andlegu ofbeldi og kúgun en getur svo undið upp á sig. Þá er þegar búið að brjóta þolanda niður svo honum reynist erfitt að leita sér aðstoðar. Hafa ber í huga að þegar ofbeldi er endurtekin hegðun eru litlar líkur á að það muni einn daginn hætta af sjálfu sér án þess að gerandi fái sérfræðiaðstoð. Það er því til lítils að bíða þess að viðkomandi hætti allt í einu uppteknum hætti eða að þolandi geti með hegðun sinni séð til þess að aldrei verði ástæða til árekstra.

Hafir þú áhyggjur af því að samband þitt við einhvern sé að þróast úr í eitthvað sem þú vilt ekki er gott að skoða hvað heilbrigð sambönd fela í sér. 

Fáðu hjálp

Þú þarft ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita þér hjálpar. Þú getur leitað til:

  • Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir
  • Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður
  • Hér er listi yfir opinbera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig
  • Í neyðartilvikum hringdu í 112. Einnig má taka netspjall við neyðarvörð á vefsíðunni 112.is
  • Fyrir sálræna aðstoð getur þú hringt í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 eða talað við þau á netspjallinu á vefsíðunni 1717.is
  • Á netspjallinu hér á síðunni má fá stuðning og ráð hjá reyndum hjúkrunarfræðingi