Fara á efnissvæði

Ofbeldi á meðgöngu

Kaflar
Útgáfudagur

Ofbeldi gagnvart konum getur aukist eða hafist þegar þær eru ófrískar. Ofbeldi á meðgöngu getur aukið tíðni margra meðgöngukvilla. Það getur meðal annars haft áhrif á:

Alvarlegri afleiðingar eins og fósturskaði, fósturlát og andvana fædd börn hafa einnig verið tengd ofbeldi.

Fæðingarþunglyndi er 2-3 sinnum algengara hjá konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi á meðgöngu. Tengslamyndun getur verið erfiðari, brjóstagjöf getur gengið verr og áhyggjur af framtíð sinni og barnsins eru algengar. Ef það er ofbeldi á meðgöngu getur kynlíf verið erfitt og valdið verkjum og óþægindum auk áhyggna af öryggi fósturs.

Fyrra ofbeldi getur kallað fram erfiðar tilfinningar á meðgöngu og í fæðingu.

Fá aðstoð

Ef þú átt von á barni og hefur orðið fyrir ofbeldi eða verður fyrir því núna er mikilvægt að vita að það er fólk tilbúið að aðstoða þig. Það þarf ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita hjálpar. Þú getur leitað til:

  • Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir
  • Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður á heilsugæslunni
  • Hér er listi yfir opinbera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig
  • Í neyðartilvikum hringdu í 112. Einnig má taka netspjall við neyðarvörð á vefsíðunni 112.is
  • Fyrir sálræna aðstoð getur þú hringt í hjálparsíma Rauðakrossins 1717 eða talað við þau á netspjallinu á vefsíðunni 1717.is
  • Á netspjallinu hér á síðunni eða í símanum, 513-1700 má fá stuðning og ráð hjá hjúkrunarfræðingi
  • Ljósmóðir er til viðtals í netspjalli og síma 513-1700 á milli 12 og 14 virka daga. 

Finna  næstu heilsugæslustöð eða bráðamóttöku