Einelti er endurtekin athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað endurtekið andlegt að líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstra á vinnustað eða í skóla.
Einelti hefur margar birtingarmyndir. Það getur falist í móðgun, særandi orðræðu, ógnun, baktali, útbreyðslu lyga og líkamsmeiðingum svo eitthvað sé nefnt.
Stundum er einelti augljóst öllum sem vilja sjá það en oft er það mjög dulið og alls ekki augljóst.
Einelti þrífst í hópum. Það geta verið námshópar í skólum, íþróttahópar, hópur á vinnustað eða hvaða aðrir hópar sem er. Þegar um einelti er að ræða í hóp er það oftast svo að hluti hópsins horfir hlutlaus á og gerir ekki tilraun til að stoppa eineltið. Flestir, sennilega af ótta við að verða fyrir því saman, eða því að fólk áttar sig ekki á hvað er í gangi. Í skólum eru starfandi eineltisteymi eða eineltisráð sem aðstoða við að taka á eineltismálum en á vinnustöðum er oftast ekki um slíkt að ræða. Eineltismál á vinnustöðum eru oft erfið því rannsóknir sýna að það eru í 50 til 80% tilvika stjórnendur og yfirmenn sem eru gerendur. Oft líkur eineltismálum á vinnustöðum því með því að þolandinn þarf að yfirgefa vinnustaðinn. Í bæklingi Vinnueftirlitsins má finna nánari upplýsingar fyrir starfsfólk.