Fara á efnissvæði

Hjálpumst að gegn ofbeldi

Kaflar
Útgáfudagur

Sem einstaklingar í samfélagi manna þurfum við öll að taka ábyrgð og leggja okkar af mörkum til að gera samfélagið okkar betra. Við getum hvert og eitt lagt okkar af mörkum til að minnka ofbeldi í samfélaginu eða draga úr afleiðingum þess. Þetta getum við gert með ýmsum hætti. Hér er nokkrar leiðir:

  • Ef þú sérð einhvern í hættu, láttu þá vita. Það fer eftir aðstæðum hvert þú getur leitað en þú getur hringt í 112, leitað til foreldra, kennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings, yfirmanns eða einhvers sem þú treystir svo eitthvað sé nefnt.
  • Ef þú sérð einhvern sem er drukkinn eða er að koma sér í slæma stöðu, getur þú boðist til að fara með viðkomandi heim.
  • Skildu vin aldrei eftir einan eftir í partýi eða á mannamótum þar sem hann gæti komist í erfiðar aðstæður.
  • Horfðu ekki aðgerðarlaus á ofbeldi. Ef til vill er ekki óhætt að grípa inn í slíkar aðstæður en það er alltaf hægt að fara í burtu og hringja í lögreglu (112) eða láta vita af ofbeldinu. 
  • Hafir þú áhyggjur af ættingja eða vini þá finnur þú ráð hér.

Mál er hægt að tilkynna til barnaverndar með símtali í 112. Vefsvæði 112.is