Fara á efnissvæði Afleiðingar ofbeldis á fullorðna | Heilsuvera
Fara á efnissvæði

Afleiðingar ofbeldis á fullorðna

Kaflar
Útgáfudagur

Ofbeldi getur haft verulegar afleiðingar á heilsufar þolandans, bæði líkamlegt og sálrænt. Skömm og sektarkennd eru algengar tilfinningar. Þær geta hindrað þolendur í því að leita sér aðstoðar eða átta sig á umfangi vandans. Hversu mikil áhrifin verða, fer eftir:

  • Alvarleika. Því alvarlegra sem ofbeldið er, þeim mun meiri áhrif hefur það á líkamlega og sálræna heilsu.
  • Tíðni og tíma. Því oftar og því lengur sem ofbeldið varir þeim mun meiri áhrif hefur það á heilsuna.

Áhrif ofbeldisins vara í langan tíma eftir að ofbeldið hættir. Því er mikilvægt að sporna við öllu ofbeldi sem fyrst og leita hjálpar.

Áhrif á líkamlega heilsu

Líkurnar á ýmsum langvinnum líkamlegum heilsuvanda aukast. Þar má til dæmis nefna:

Auk þessa geta þolendur þurft að glíma við áverka vegna líkamlegs ofbeldis.

Áhrif á sálræna heilsu

Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri til glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Helstu sálrænu afleiðingarnar ofbeldis eru:

Áhrif á meðgöngu

Ofbeldi á meðgöngu getur aukið tíðni margra meðgöngukvilla. Það getur meðal annars haft áhrif á:

  • Hækkaðan blóðþrýsting
  • Bjúg
  • Blæðingar
  • Ógleði
  • Uppköst
  • Þvagfærasýkingar
  • Fyrirburafæðingar
  • Léttburafæðingar
  • Fæðingar barna sem þurfa gjörgæslu.

Alvarlegri afleiðingar eins og fósturskaði, fósturlát og andvana fædd börn hafa einnig verið tengd ofbeldi. 

Fæðingarþunglyndi er 2-3 sinnum algengara hjá konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi á meðgöngu.

Nánar um ofbeldi á meðgöngu.

Fötlun og/eða örorka

Ofbeldi getur valdið fötlun og/eða skertri starfsgetu. En einnig er fatlað fólk og þá sértaklega fólk með þroskaskerðingu í aukinni áhættu á að verða fyrir ofbeldi. Komið hefur fram í Bandarískri rannsókn að hjá þolendum ofbeldis, sé meira en helmingurinn fatlaðir og/eða öryrkjar. Þar var örorkan m.a. vegna hjarta- og æðasjúkdóma, langvinnra verkja, taugaskemmda, lungnasjúkdóma og þunglyndis.