Fara á efnissvæði

Reiðistjórnun

Kaflar
Útgáfudagur

Öll verðum við reið einhvern tíma, en við verðum að skoða hvernig við tökumst á við reiðina. Einfaldar leiðir til að hemja reiði geta verið að telja upp að tíu eða yfirgefa aðstæðurnar. Gott er að kenna börnum að þekkja einkenni þess að þau séu í þann veginn að verða reið, t.d. hitnar eða kreppa hnefana. Ef börn ná tökum á að stoppa sig af geta þau frekar hugsað málið áður en þau bregðast við. Börn eru ólík og misjöfn og sum eiga auðvelt með að hemja sig á meðan önnur eru hamslausari. 

Það getur komið fyrir að foreldrar upplifi vanmátt gagnvart barni sínu sem t.d. sýnir endurtekið erfiða hegðun. Ef foreldri líður þannig að það ráði alls ekki við aðstæður er gott að geta gengið út úr aðstæðunum og beðið hitt foreldrið eða ættingja eða náin vin að vera með barninu um stund. Ef aðstæðurnar skapast endurtekið og foreldrið hefur jafnvel áhyggjur af að það gæti beitt barn sitt ofbeldi er ástæða til að leita sér aðstoðar hjá heilsugæslu eða félagsþjónustu í sinni heimabyggð. Börn eru mis krefjandi og það sýnir styrk að leita sér aðstoðar þegar á þarf að halda.