Fara á efnissvæði

Leiðir til að leysa ágreining

Kaflar
Útgáfudagur

Í mannlegum samskiptum koma oft upp ágreiningsmál. Það er eðlilegt og af hinu góða en mikilvægt er að temja sér að geta rætt málin án þess að allt fari í háaloft. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Haltu ró þinni – yfirvegun og rósemi skilar oftast bestum árangri
  • Spurðu spurninga – opinskáar og hreinskilningslegar spurningar hjálpa þér að skilja betur stöðu mála. Dragðu ekki ályktanir í flýti.
  • Útskýrðu skoðun þína og tilfinningar – bentu á hvað það er í þessu ágreiningsmáli sem kemur þér í uppnám ef um það er að ræða. Nákvæmni og heiðarleiki í tjáningu hjálpar þér að útskýra fyrir þeim sem þú rökræðir við.
  • Notaðu setningar sem byrja á „ég“ þegar þú tjáir tilfinningar þínar. Segðu „Ég verð (nefndu tilfinninguna) þegar þú (lýstu athöfninni).“ Dæmi; „ Ég verð reið þegar þú hunsar mig af því að þá finnst mér eins og þér sé alveg sama um mig.“ „Ég verð sár þegar þú gerir lítið úr því sem ég segi.“
  • Stingdu upp á lausn eftir að hafa fengið skýra mynd af stöðunni. Óskaðu eftir því við viðmælandi þinn að hann komi með tillögu að lausn. Finnið saman leið sem hentar báðum.
  • Ef ræða þarf erfið mál er best að gera það þegar báðir eru tilbúnir í það. Hægt er að vera sammála um að vera ósammála þar til rétta tækifærið gefst til að ræða málin í góðu tómi.

Við bendum einnig á verkfærakistu Dr. Ross Greene