Fara á efnissvæði

Sykur í matvælum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Sykur er náttúrulega til staðar í sumum matvælum, til dæmis sem mjólkursykur í mjólkurvörum og ávaxtasykur í ávöxtum og hreinum söfum og þrúgusykur í kornvörum.

Hvað er viðbættur sykur

Þegar sykri er bætt í matvörur við framleiðslu er hann flokkaður sem viðbættur sykur. Það er ekki bara hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs, heldur einnig:

  • Síróp
  • Hrásykur
  • Púðursykur
  • Mólassi
  • Þrúgusykur
  • Ávaxtasykur

Það skiptir ekki máli hvaða nafn eða tegund af sykri er bætt í matvöru. Það er viðbótin sem slík sem skiptir máli. Almennt er ekki hollara eða betra að bæta í matvælin einni tegund sykurs umfram aðra. 

Á Hollara vali eru sýndir sykurmola fyrir sykur, hrásykur, þrúgusykur og ávaxtasykur sem er bætt í vörur og talið er upp í innihaldslýsingu vörunnar. Einnig er sýnt hversu mikið af ávaxtasykri er í söfum þó honum sé ekki bætt við. Til aðgreiningar er slíkur sykur sýndur sem holur sykurmoli. Mælt er með að borða heila ávexti í staðinn fyrir að drekka safa.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Hér getur þú tekið prófið, séð hver staðan er og hvernig þú getur bætt þig.

Samnorræna merkið Skráargatið, sem tekið hefur verið upp á Íslandi, gerir það einfalt að velja hollara. 

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína