Fara á efnissvæði

Samspil hreyfingar og næringar

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Góð næring og regluleg hreyfing skipta máli til að viðhalda góðri heilsu til lengri tíma. Báðir þessir þættir geta dregið úr líkum úr langvinnum sjúkdómum.

Heilsusamlegt og vel ígrundað mataræði getur stuðlað að betri afköstum meðal íþróttamanna og fljótari endurheimt á milli æfinga og í keppni.

Skipulögð hreyfing og þjálfun getur aukið orku- og næringarþörf töluvert og sérstaklega þarf að huga að því að fá næga orku og næringarefni þegar þjálfun er aukin.

Ráðlögð hreyfing fyrir fullorðna er 30 mínútur á dag og 60 mínútur á dag fyrir börn. Þeir sem stunda þjálfun í meira mæli t.d. erfiða líkamsrækt eða keppnisíþrótt þurfa að huga vel að mataræðinu og tryggja að það styðji við næringarþörf líkamans. Ef orku- eða næringarefnaþörf er ekki mætt er hætta á að það komi niður á mikilvægri líkamsstarfssemi s.s. hormóna- og ónæmiskerfis, efnaskiptum, einbeitingu og fleira. Ofþjálfunareinkenni geta komið fram ef íþróttafólk fær ekki næga orku fyrir bæði miklar æfingar og til að viðhalda grunnlíkamsstarfssemi, viðgerð og endurheimt.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína