Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Að æfa fastandi

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Sum okkar velta því fyrir sér hvort það beri meiri árangur að æfa fastandi eða áður en morgunverður er borðaður. Fyrir flest þeirra sem borða reglulega og hæfilega mikið ætti að vera óhætt að æfa fastandi á morgnana svo lengi sem það kemur ekki niður á almennri líðan. Það gæti þó reynst einhverjum erfitt fyrir að stunda æfingar sem krefjast mikillar áreynslu þar sem kolvetnabirgðir líkamans og blóðsykur gæti verið lágur fyrst á morgnana.

Margt íþróttafólk kýs að taka rólegar æfingar fyrst á morgnana en æfingar sem krefjast meiri orkunotkunar síðar yfir daginn þegar kolvetnabirgðir eru meiri eftir máltíðir dagsins.

Mörgum hentar vel að byrja daginn á litlum morgunbita til að rjúfa næturföstuna þótt ekki sé pláss fyrir stóra máltíð fyrir morgunæfingar.

 

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína