Fara á efnissvæði

Næring 0-6 mánaða

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Barn sem dafnar vel eingöngu á brjósti þarf enga aðra næringu fyrr en við sex mánaða aldur. Mælt er með að næra börn sem ekki eru á brjósti með ungbarnablöndu.

Börn þurfa þó, líkt og aðrir, að fá D-vítamín viðbót. Til eins árs aldurs er ráðlagður dagskammtur (RDS) af D-vítamíni 10 míkrógrömm (µg) (400 alþjóðaeiningar, IU). Ráðlagt er að gefa börnum D-vítamín frá eins til tveggja vikna aldri. Það eru nokkrar tegundir D-vítamíndropa fyrir ungbörn á markaði. Mismikið magn er í hverjum dropa og því er mikilvægt að skoða vel D-vítamínmagn á umbúðum og gefa þann fjölda dropa sem svarar til 10 µg af D-vítamíni. Hafið einnig í huga að ráðlagður skammtur framleiðanda gæti verið annar en ráðlagt er fyrir ungbörn á Íslandi.

D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og getur safnast upp í líkamanum. Þess vegna eru gefin út viðmið um efri mörk. Efri mörk öruggrar neyslu D-vítamíns eru 25 µg (1000 IU) á dag fyrir börn á aldrinum 0-6 mánaða og 35 µg (1400 IU) á dag fyrir börn á aldrinum 6-12 mánaða.

Rétt er að bíða með að gefa barni lýsi þar til það fær fasta fæðu en þá er mælt með að gefa eina teskeið (5 millilítra, ml) af Krakkalýsi daglega og í stað D-vítamíndropa. Krakkalýsið er framleitt með þarfir ungra barna í huga þar sem meðal annars er tekið tillit til þess að börn þurfa minna af A-vítamíni en fullorðnir.

Barn sem nærist eingöngu á ungbarnablöndu við fjögurra mánaða aldur getur fengið að smakka litla skammta af öðrum mat með til að auka fjölbreytni í bragði. Magn fastrar fæðu er aukið smám saman í takt við þarfir barnsins og við það minnkar magn ungbarnablöndu sem barnið fær. 

D-vítamín fyrir börn á ungbarnablöndu

Ungbarnablöndur eru D-vítamínbættar og því þarf ekki að gefa barni sem nærist eingöngu á ungbarnablöndu og fær 800 ml eða meira á sólarhring D-vítamín. 

Þegar magn ungbarnablöndu fer undir 800 ml á sólarhring þarf að byrja aftur að gefa D-vítamíndropa samkvæmt ráðleggingum.

Sjá nánari upplýsingar um D-vítamín á vefsíðu Embættis landlæknis.

Móðurmjólk/ungbarnablanda

0-4 mánaða

Ef móðurmjólkin ein nægir ekki fyrstu fjóra mánuðina er mælt með að gefa eingöngu ungbarnablöndu sem viðbót við brjóstamjólk.

Ef barn yngra en fjögurra mánaða er ekki á brjósti er mælt með að næra það eingöngu á ungbarnablöndu.

4-6 mánaða

Ef barn dafnar vel og er vært er ekki þörf fyrir aðra næringu en brjóstamjólkina fram að sex mánaða aldri, auk D-vítamíndropa. Ef barnið virðist hins vegar ekki mettast nógu vel af brjóstamjólkinni eingöngu, þrátt fyrir aukinn fjölda gjafa, getur það fengið að smakka litla skammta af öðrum mat frá fjögurra mánaða aldri. Gæta þarf þess að hafa magnið svo lítið að það leiði ekki til þess að brjóstagjöfin minnki. Það er því betra á þessum aldri að gefa nýja fæðutegund í lok máltíðar, eftir að barnið hefur fengið brjóst.

Ef barnið nærist eingöngu á ungbarnablöndu við fjögurra mánaða aldur getur það fengið að smakka litla skammta af öðrum mat með til að venja það við mismunandi bragð og áferð. Föst fæða er kynnt smátt og smátt fyrir barninu til viðbótar við ungbarnablöndu og magnið aukið smám saman í takt við þarfir barnsins. Við það að barnið fari að smakka á öðrum mat minnkar smám saman það magn af ungbarnablöndu sem barnið fær.

Hafi barn verið að drekka meira en 800 ml af ungbarnablöndu og því ekki verið að fá D vítamín viðbót, er mikilvægt að byrja að gefa D-vítamín viðbót þegar magn ungbarnablöndu verður minna en 800 ml á sólarhring. Þá er ráðlagt að gefa 10 µg (400 IU) af D-vítamíni á dag.

Passa þarf að maturinn sé á því formi sem hentar aldri barnsins. Hérlendis hefur gefið góða raun að byrja með graut sem fyrstu fæðu en einnig má byrja á grænmetis- eða ávaxtamauki, sjá umfjöllun í ráðlögðu mataræði 6-12 mánaða barna. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis þegar matur fyrir ungbarnið er útbúinn.

0-4 mánaða

Ef móðurmjólkin ein nægir ekki fyrstu fjóra mánuðina er mælt með að gefa eingöngu ungbarnablöndu sem viðbót við brjóstamjólk.

Ef barn yngra en fjögurra mánaða er ekki á brjósti er mælt með að næra það eingöngu á ungbarnablöndu.

4-6 mánaða

Ef barn dafnar vel og er vært er ekki þörf fyrir aðra næringu en brjóstamjólkina fram að sex mánaða aldri, auk D-vítamíndropa. Ef barnið virðist hins vegar ekki mettast nógu vel af brjóstamjólkinni eingöngu, þrátt fyrir aukinn fjölda gjafa, getur það fengið að smakka litla skammta af öðrum mat frá fjögurra mánaða aldri. Gæta þarf þess að hafa magnið svo lítið að það leiði ekki til þess að brjóstagjöfin minnki. Það er því betra á þessum aldri að gefa nýja fæðutegund í lok máltíðar, eftir að barnið hefur fengið brjóst.

Ef barnið nærist eingöngu á ungbarnablöndu við fjögurra mánaða aldur getur það fengið að smakka litla skammta af öðrum mat með til að venja það við mismunandi bragð og áferð. Föst fæða er kynnt smátt og smátt fyrir barninu til viðbótar við ungbarnablöndu og magnið aukið smám saman í takt við þarfir barnsins. Við það að barnið fari að smakka á öðrum mat minnkar smám saman það magn af ungbarnablöndu sem barnið fær.

Hafi barn verið að drekka meira en 800 ml af ungbarnablöndu og því ekki verið að fá D vítamín viðbót, er mikilvægt að byrja að gefa D-vítamín viðbót þegar magn ungbarnablöndu verður minna en 800 ml á sólarhring. Þá er ráðlagt að gefa 10 µg (400 IU) af D-vítamíni á dag.

Passa þarf að maturinn sé á því formi sem hentar aldri barnsins. Hérlendis hefur gefið góða raun að byrja með graut sem fyrstu fæðu en einnig má byrja á grænmetis- eða ávaxtamauki, sjá umfjöllun í ráðlögðu mataræði 6-12 mánaða barna. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis þegar matur fyrir ungbarnið er útbúinn.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12