Börn læra betur af því sem þau sjá og upplifa heldur en af því sem þeim er sagt. Flestir foreldrar vilja að börnin þeirra læri góða matarsiði og borði flestan mat. Til að auka líkurnar á því er gott að hafa í huga:
- Verum börnum góð fyrirmynd í fæðuvali
- Borðum með börnunum
- Kennum börnum góða borðsiði og kurteisi við matarborðið
- Borðum á matmálstímum og höldum narti utan þeirra í algeru lágmarki.