Brjóstamjólkurpokar eru sérhannaðir fyrir geymslu brjóstamjólkur. Ef mjólkin er hinsvegar geymd í plastpelum þá mega þeir ekki vera rispaðir og lokið þarf að vera þétt. Hreinlæti er mikilvægt við meðhöndlun brjóstamjólkur.
Rúmmál mjólkur eykst í frosti og því er mikilvægt að fylla ekki ílátið. Brjóstamjólkin er þídd undir volgu vatni eða í ísskáp. Þíðing í ísskáp tekur um 12 klst. Örbylgjuofn getur eyðilagt verndandi eiginlega brjóstamjólkur og því er ekki mælt með að nota hann til að hita mjólkina. Ekki má heldur frysta aftur mjólk sem einu sinni hefur þiðnað.
Geymsla brjóstamjólkur
- Við stofuhita í 4-8 klst. (19-25°C)
- í ísskáp í 3-8 daga (4°C)
- Í frystihólfi ísskáps í 2 vikur (-15°C)
- Í frystiskáp (sérhurð í ísskáp í 3-6 mánuði (-18°C)
- Í frystikistu í 6-12 mánuði (-20°C)