Fara á efnissvæði

Örugg geymsla lyfja

Kaflar
Útgáfudagur

Lyf eru mikið notuð. Þau eru gagnleg notenda og oft lífsnauðsynleg en í höndum annarra einstaklinga, sérstaklega barna geta lyf verið stórhættuleg.

Mælt er með að lyf séu geymd þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Flest símtöl til Eitrunarmiðstöðvar eru vegna barna á á aldrinum 7 mánaða til 2ja ára sem hafa tekið inn lyf sem ekki voru ætluð þeim. Með því að geyma lyfin á öruggum stað má komast hjá lyfjaeitrunum barna á þessum aldri. Það á alltaf að geyma lyf á öruggum stað.

Öll lyf sem ekki eru notuð og allur afgangur sem er af lyfjum skal skila í apótek. Þetta gildir um öll lyfjaform, pillur, krem, dropa, lyfjaplástra og einnig hormónahringinn. Eftir notkun hans eru ennþá hormón til staðar í hringnum og honum þarf að skila í apótek. 

Inn á vef Lyfjastofnunar eru góðar ráðleggingar um lyfjaskil.