5 atriði sem stuðla að öruggri lyfjanotkun
Útgáfudagur
Þessi grein var skrifuð þann 28. febrúar 2024.
-
Síðast uppfært 11. mars 2024.
Þegar byrja á að taka inn nýtt lyf eru ákveðnar spurningar og vangaveltur sem gott er að ræða við lækni áður en lyfin eru tekin inn.
Nýtt lyf
- Hvert er nafn lyfsins og við hverju er það gefið?
- Hverjar eru mögulegar áhættur og aukaverkanir af lyfinu?
Lyfjainntaka
- Hvenær á að taka inn lyfið, hversu oft og hversu stóran skammt?
- Má breyta lyfjaskammti ef þarf?
- Hvað skal gera ef fram koma aukaverkanir?
Að bæta við lyfi
- Þarf að taka inn fleiri lyf?
- Geta nýju lyfin haft áhrif á þau lyf sem verið er að taka inn nú þegar?
Endurskoðun lyfja
- Hversu lengi skal taka inn lyfið?
- Getur verið að það megi hætta að taka inn önnur lyf?
Hætta lyfjainntöku
- Hvenær má hætta að taka inn lyfið?
- Ef aukaverkanir valda ama og ekki er vilji fyrir að halda áfram lyfjainntöku, hvar skal láta vita?