Fara á efnissvæði

Viðhald bólusetninga

Kaflar
Útgáfudagur

Ráðlagt er að fá örvunarbólusetningu gegn stífkrampa, barnaveiki, kíghósta og mænusótt á 10 ára fresti eftir 14 ára aldur. Bóluefni gegn þessum sjúkdómum er í einni sprautu. 

60 ára og eldri eða fólk haldið langvinnum sjúkdómum ætti að láta bólusetja sig gegn inflúensu og lungnabólgu af völdum Pnemokokkabakteríunnar.

Lesa má um bóluefnin á sérlyfjaskrá. Hægt er slá nafn sjúkdómanna inn í leit á síðunni og finna þannig bóluefnin.

Á vef Embættis landlæknis er að finna ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna.

Á heilsugæslustöðvum má einnig fá leiðbeiningar og ráð varðandi bólusetningar eða á spjallinu hér á síðunni.