Fara á efnissvæði Hvaða gagn gera bólusetningar? | Heilsuvera
Fara á efnissvæði

Hvaða gagn gera bólusetningar?

Kaflar
Útgáfudagur

Gagnsemi bólusetningar er fólgin í þeirri vernd sem hún veitir þeim sem bólusettur er. Gagnsemin er líka fólgin í því að hver og einn bólusettur einstaklingur smitar ekki aðra af þeim sjúkdómi sem hann er verndaður fyrir. Þannig eru bólusetningar einstakar aðgerðir sem eiga sér enga hliðstæðu í forvörnum sjúkdóma.

Til þess að ná þessum árangri þurfa bólusetningar að vera almennar og ná til sem flestra. Íslendingar gættu sín ekki nægilega á þessu í upphafi 19. aldar þegar bólusett var gegn bólusótt. Því kom bólusóttin aftur árið 1839 í síðasta sinn en skaðinn varð minni en áður.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fullyrðir að engar aðgerðir séu mönnum eins hagkvæmar og bólusetningar.

Nánar um barnabólusetningar hér

Nánar um viðhald bólusetninga hér.

Nánar um ferðamannabólusetningar hér