Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Má bólusetja öll börn?

Kaflar
Útgáfudagur

Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Ef eitthvað af þessu á við um þitt barn skalt þú ræða það við lækninn eða hjúkrunarfræðinginn í heilsugæslunni:

  • Barnið er veikt af einhverri ástæðu eða er með hita (þá er venjulega beðið með bólusetninguna þangað til barninu er batnað).
  • Barnið hefur fengið hliðarverkun eða aukaverkanir í kjölfar fyrri bólusetninga.
  • Barnið hefur fengið alvarlega ofnæmissvörun eftir að hafa neytt eggja (þ.e. munnurinn og kokið hefur bólgnað, lost, erfiðleikar með öndun eða útbrot um allan líkamann).
  • Barnið er að taka ákveðin lyf, einkum steralyf.
  • Barnið er haldið alvarlegum langvinnum sjúkdómi, svo sem ónæmisgalla.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12