Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Aukaverkanir hvað er til ráða?

Kaflar
Útgáfudagur

Bólusetningum geta fylgt aukaverkanir. Oftast eru þær vægar og ganga fljótt yfir. Vakni áhyggjur af barninu í kjölfar bólusetningar skal hafa samband við heilsugæsluna. Ef barn grætur óeðlilega eða fær krampa skal hafa samband við lækni eins fljótt og hægt er.

Hiti

Fái barnið hita er ráðlagt að gefa barnaskammt af paracetamóli til að lækka hitann. Það er svo endurtekið 4-6 klukkustundum síðar gerist þess þörf. Ef hitinn varir lengur en í sólarhring eða honum fylgja önnur einkenni er rétt að ráðfæra sig við lækni.

Roði, bólga á stungustað

Stundum kemur roði, hiti eða bólga á stungustað. Þetta er eðlilegt og öll ummerki hverfa af sjálfu sér. Börnin finna oftast lítið sem ekkert fyrir þessu en ef vill má setja kaldan bakstur við svæðið. Hafir þú áhyggjur af þessu skalt þú ræða það við hjúkrunarfræðing eða lækni á heilsugæslustöð.