Happ App byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og býður upp á andlega heilsueflingu. Í appinu eru jákvæð inngrip í formi æfinga sem fólk getur gert til þess að auka andlega vellíðan sína. Æfingarnar auka hamingju/vellíðan og draga úr einkennum þunglyndis og kvíða. Appið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er ókeypis fyrir alla landsmenn.
Höfundur appsins er Helga Arnardóttir með MSc í Félags- og heilsusálfræði og diploma í Jákvæðri sálfræði.