Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Frumgreining vegna gruns um frávik í þroska barna

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ef grunur vaknar hjá foreldrum eða aðstandendum um að barn/unglingur sé með frávik í þroska er fyrsta skrefið gjarnan að fá ráðleggingar í nærumhverfi barnsins. Ef um leik- eða grunnskólabarn er að ræða er best að leita til:

  • Kennara
  • Skólastjóra
  • Námsráðgjafa
  • Skólahjúkrunarfræðings

Einnig má leita til:

  • Heimilislæknis
  • Barnalæknis
  • Sálfræðings

Í kjölfarið geta þessir aðilar sent inn umsókn um að staða barnsins sé könnuð frekar af skólasálfræðingi sem gerir svokallaða frumgreiningu. Skólasálfræðingar sem vinna á þjónustumiðstöðvum á vegum sveitarfélagsins sem skóli barnsins tilheyrir framkvæma frumgreiningu.

Hvernig fer frumgreining fram?

Frumgreining felst meðal annars í eftirfarandi:

  • Viðtal við foreldra þar sem spurt er út í út í þroska-, heilsufars- og fjölskyldusögu barnsins.
  • Lagður er matslisti fyrir foreldra og kennara.  Meðal annars er skimað fyrir einkennum ADHD og einhverfu og spurt út í hegðun og líðan.
  • Skólasálfræðingurinn fer í skóla barnsins og fylgst með barninu í skólaumhverfinu.
  • Vitsmunaþroski barnsins kortlagður (WISC-IV).

Þegar þessar niðurstöður liggja fyrir fundar skólasálfræðingurinn með foreldrum og afhendir þeim skýrslu með niðurstöðunum. Farið er yfir niðurstöður frumgreiningar og úrræði og ráð sem grípa má til.

Ef vísbendingar koma fram um einkenni sem bent gætu til ADHD, einhverfu, mótþróaröskunar eða hegðunarröskunar er tilvísun send til Geðheilsumiðstöðvar barna eða Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem gera nánari greiningu.