Fara á efnissvæði

Viðbrögð líkamans við streitu

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Við streitu kviknar á flótta- og forðunarviðbrögðum líkamans. Þetta er viðvörunarkerfi sem hefur stuðlað að því að við lifðum af sem dýrategund vegna þess að við erum vakandi fyrir hættum umhverfisins. Við aðstæður sem við metum sem erfiðar eða hættulegar fara af stað ferli sem miða að því að gera okkur hæfari til að takast á við aðkallandi ógnir:

  • Steituhormon streyma um æðarnar
  • Sjón og athygli skerpist
  • Hjartsláttur verður hraðari
  • Öndun verður hraðari og grynnri
  • Blóðflæði til vöðva eykst
  • Meltingarstarfsemi dregst saman
  • Ónæmiskerfi virkjast

Allt þetta miðar að því að gera okkur tilbúin fyrir árás, flótta eða vörn. Athygli þarf að vera skörp og beinast að því sem við er að glíma en útiloka önnur áreiti. Ónæmiskerfið þarf að vera við öllu búið ef við skyldum meiðast. Aftur á móti er meltingarstarfsemi ekki í forgangi í þessum aðstæðum og því er hún sett til hliðar. Allt þjónar þetta tilgangi og kemur að góðum notum þegar um er að ræða raunverulega hættu.

Í dag eru það þó yfirleitt ekki aðstæður sem ógna lífi og limum sem mæta okkur heldur aðstæður sem eru krefjandi eða óþægilegar án þess að vera beinlínis hættulegar. Líffræðileg streituviðbrögð verða þó áfram hin sömu. Þegar við erum í tímaþröng, föst í umferðarteppu, stöndum frammi fyrir verkefnum sem við ráðum illa við eða eigum í samskiptaerfiðleikum virkjast viðvörunarkerfi líkamans. Í slíkum aðstæðum eru þessi viðbrögð þó yfirleitt ekki hjálpleg. Þegar þörf er á yfirsýn er ekki gott að hafa athyglina aðeins á þröngt sjónarhorn. Þegar við eigum í samskiptum við aðra er yfirleitt ekki gagnlegt að vera í vörn eða árásarham.

Þessi viðbrögð gera okkur því oft meira ógagn en gagn og verða auk þess líkamanum skaðleg ef þau verða of tíð. Það er ekki gott til lengri tíma að sífellt álag sé á hjarta- og æðakerfi eða að meltingarstarfsemi sé trufluð.

Mikil eða stöðug streita tengist meðal annars:

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína