Fara á efnissvæði

Ráð til að draga úr einsemd

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

 

Mjög einstaklingsbundið er hvaða ráð duga best til að auka félagslega virkni og vinna á einsemd. Ólíkar ástæður geta verið fyrir því að við upplifum einmanaleika, t.d. skortur á tækifærum til að hitta fólk, skortur á félagsfærni, slæm andleg eða líkamleg heilsa o.s.frv.

Skortir þig sjálfstraust eða færni í samskiptum? Hefur þú ekki orku eða heilsu til að fara út úr húsi? Upplifir þú kvíða í kringum annað fólk? Ef svo er þarf að byrja á því að leita lausna við þeim vanda. Þú getur leitað til heilsugæslunnar sem getur hjálpað þér að finna aðstoð við hæfi, t.d. sálfræðimeðferð eða félagsráðgjöf. 

Aðstæður í lífinu geta einnig orðið til þess að rjúfa mikilvæg félagsleg sambönd, svo sem breytingar í tengslum við skóla, vinnu eða búsetu, vina- eða ástarsambönd taka enda, makamissir, börn fara að heiman o.s.frv. Þá er mikilvægt að leita leiða til að byggja upp ný tengsl. Hér eru nokkrar hugmyndir sem má nýta til þess en hver og einn þarf að meta hvað hentar m.t.t. aldurs, áhugasviðs, heilsufars, færni, fjárráða, o.s.frv.

  • Hafa samband við vin og skipuleggja hitting, t.d. bíó eða kaffihús
  • Bjóða einhverjum í heimsókn
  • Taka þátt í félagsstarfi (t.d. mæta í félagsmiðstöð)
  • Fara út – í sund, á bókasafnið, niður í bæ, rölta um og upplifa mannlífið
  • Taka þátt í sjálfboðastarfi
  • Fá skóla- eða samstarfsfélaga með sér í hádegismat
  • Skrá sig á námskeið – matreiðslu, tungumál, skapandi skrif
  • Bjóða fram aðstoð, t.d. við barnapössun, dýrahald, heimilsstörf
  • Fylgjast með menningar- og listviðburðum
  • Kanna hvaða starf er í boði t.d. á þjónustumiðstöðvum, menningarmiðstöðvum og á vegum Rauða krossins
  • Bjóða nágranna í mat 
  • Fá sér gæludýr
  • Skrá sig í ferðafélag
  • Taka þátt í leshring, kórstarfi eða öðru skapandi starfi
  • Taka þátt í heilsurækt þar sem sami hópur hittist reglulega, t.d. gönguhópar, jóga eða hugleiðsla
  • Leita aðstoðar vegna andlegra erfiðleika, s.s. kvíða, þunglyndis eða slæmrar sjálfsmyndar

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína