Fara á efnissvæði

Fyrir samfarir með nýjum aðila

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Að tala um kynlíf þarf ekki að vera vandræðalegt. Ef það þykir vandræðalegt þá eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara. Með því að ræða hluti eins og getnaðarvarnir, kynsjúkdóma eða hvað ykkur líkar og hvað ekki er góð leið til að deila hugmyndum og væntingum ykkar til kynlífsins. Það getur hjálpað til við að taka sameiginlega ákvörðun um það sem hentar báðum.

Hér er athyglinni beint að þeim sem eru að tala við nýjan bólfélaga. Ef kynlíf er þegar hluti af sambandinu þá bendum við á kaflann „Tölum um kynlíf“.

Hvenær?

Gott er að velja stað og stund þar sem þið getið talað saman án þess að verða trufluð. Ekki bíða með að tala um kynlíf þar til þið eruð um það bil að gera það. Þá gætuð þið lent í því að taka ákvarðanir í flýti sem þið gætuð séð eftir.

Öruggt kynlíf þarfnast undirbúnings og því er mikilvægt að þið ræðið hvaða getnaðarvarnir þið ætlið að nota og hvernig þið ætlið að koma í veg fyrir kynsjúkdómasmit

Hvernig?

Til að hefja samtal um kynlíf gætuð þið notað eitthvað af þessum setningum.

  • Viltu gera það með mér?
  • Mig langar að fara alla leið mér þér. Hefur þú spáð í það?
  • Við ættum að ræða um öruggt kynlíf ef við ætlum að hafa samfarir.
  • Ættum við að fara í kynsjúkdómapróf áður en við höfum samfarir?
  • Langar þig til að hafa samfarir við mig?

Það er mikilvægt að ræða öruggt kynlíf óháð kyni en kynsjúkdómar geta smitast á milli í öllum tilvikum. Til þess að finna út hvort þú ert í hættu að smitast af kynsjúkdómi gætirðu sagt:

  • Áður en við höfum samfarir er svolítið sem ég þarf að spyrja þig um. Hefur þú farið í kynsjúkdómapróf? Hefur þú fengið kynsjúkdóm sem þú veist um?

Svo gæti líka verið að þú þyrfti að segja frá einhverju. Þú gætir byrjað svona:

  • Áður en við höfum samfarir er svolítið sem ég þarf að segja þér.
  • Getum við talað um svolítið áður en við höfum samfarir?

Einlægt samtal áður en til kynmaka kemur eykur líkurnar á að upplifunin verði góð.

Getnaðarvarnir

Ef koma á í veg fyrir þungun þarf að ræða getnaðarvarnir

Þið getið farið saman á heilsugæsluna og fengið ráðgjöf um getnaðarvarnir hjá heimilislækni, hjúkrunarfræðingi, ljósmóður eða farið til kvensjúkdómalæknis. Hægt er að bóka tíma í kynsjúkdómapróf á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í gegnum Landspítala-appið.

Skyndikynni

Ef möguleiki er á samförum við nýjan aðila skal hafa smokka meðferðis. Ekki hafa samfarir við nýtt fólk nema smokkur sé notaður.

Ráðlagt er að nefna að smokkur skal vera notaður áður en kynfærin snertast. Það þarf bara eina snertingu til að smitast af kynsjúkdómi. Ef notuð eru hjálpartæki þarf að gæta þess að þau séu hrein. Lesa um örugga notkun þeirra.

Ráðlagt er að hugsa um það fyrirfram hvenær skal ræða um smokkanotkunina. Það er ágætt að ákveða einhverja línu sem þú ferð ekki yfir nema ræða notkun á smokki. Gæti til dæmis verið: Ég ræði smokkinn áður en ég fer úr fötum eða áður en rennilásinn á buxunum fer niður.

Til þess að undirbúa sig fyrir samtal um smokkanotkun er hægt að lesa um smokkinn.