Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Getnaðarvarnir og brjóstagjöf

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Brjóstagjöf getur veitt góða vörn gegn þungun en til að svo sé þurfa eftirfarandi skilyrði að vera til staðar:

  • Blæðingar hafa ekki byrjað aftur (úthreinsun fyrst eftir fæðingu er ekki talin með)
  • Barnið er undir 6 mánaða aldri og fær ekki aðra ábót eða fæðu
  • Barnið drekkur á 3-4 tíma fresti allan sólarhringinn (allt að 6 tímar hlé yfir nóttina er í lagi)

Ef þessi skilyrði eru ekki til staðar þarf að huga að annarri getnaðarvörn.

Hafa ber í huga að kona getur orðið barnshafandi þó blæðingar séu ekki byrjaðar aftur, þar sem egglos verður áður en blæðingar hefjast.

Mælt er með að nota getnaðarvarnir án hormóna eða með hormóninu gestagen. Samsettar getnaðarvarnir sem innihalda bæði estrógen og gestagen (samsett pilla, hringur, plástur) geta dregið úr mjólkurmyndun og eru því ekki ráðlagðar meðan á brjóstagjöf stendur.

Getnaðarvarnir sem henta

  • Smokkurinn
  • Koparlykkjan
  • Hormónalykkjan
  • Hormónastafurinn
  • Hormónasprautan
  • Mini-pillan (brjóstapillan)

Mælt er að nota smokkinn þegar byrjað er að stunda samfarir eftir fæðingu. Sum pör velja að nota smokkinn áfram en önnur tímabundið þar til valin er önnur getnaðarvörn.

Koparlykkju og hormónalykkju má koma fyrir í leginu frá 6 vikum eftir fæðingu. Hormónasprautuna má einnig gefa 6 vikum eftir fæðingu. Hormónastaf og mini-pillu má byrja að nota hvenær sem er.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12