Fara á efnissvæði

Gildi hreyfingar - fullorðnir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Kostir þess að takmarka kyrrsetu og stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir fyrir almenna heilsu og vellíðan. Það er ekki af tilefnislausu sem læknar eru farnir að ávísa hreyfiseðli til fólks sem leitar til þeirra með ýmsa sjúkdóma og heilsufarskvilla. Sem dæmi um ávinninginn af reglulegri hreyfingu má nefna:

  • Betri líkamshreysti s.s. þol og vöðvastyrkur.
  • Betri svefn og minni streita.
  • Minni hætta á ótímabærum dauða.
  • Minni hætta á kransæðasjúkdómum, heilabilun og háþrýstingi.
  • Minni hætta á sykursýki af tegund 2.
  • Stuðlar að heilsusamlegu holdafari.
  • Minni hætta á efnaskiptavillu.
  • Minni hætta á sumum krabbameinum t.d. ristil- og brjóstakrabbameini.
  • Betri færni, vitsmunaleg geta og minni hætta á föllum og mjaðmabrotum hjá eldra fólki.
  • Aukin beinþéttni.
  • Dregur úr aldurstengdri rýrnun heilavefs.
  • Minnkar líkur á heilabilun.
  • Minni einkenni þunglyndis.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína