Hreyfing er forsenda fyrir andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska, heilsu og vellíðan barna. Kostir þess að takmarka kyrrsetu og stunda reglulega hreyfingu í samræmi við getu sína og áhuga er ótvíræðir. Sem dæmi um ávinninginn af reglubundinni hreyfingu fyrir börn má nefna:
- Betra þol og meiri vöðvastyrkur.
- Minni einkenni kvíða og þunglyndis.
- Betri beinheilsa.
- Stuðlar að heilsusamlegu holdafari.
- Aukin einbeiting og betri námsárangur.