Fara á efnissvæði

Uppalendur hafa áhrif

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Mikilvægt að foreldrar séu góðar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að hreyfingu. Börn sem alast upp við hreyfingu sem hluta af daglegri venju fjölskyldunnar eru líklegri til að hreyfa sig á fullorðinsárum.

Lítil börn eru venjulega á sífelldri hreyfingu. Þau eru að uppgötva heiminn og eru drifin áfram af forvitni um allt sem þau sjá. Fátt stoppar hreyfingu þeirra eins og litríkur skjár með myndum sem hreyfasta. Börn eru mjög ung þegar sjá má hreyfingar þeirra stoppa þegar kveikt er á skjá sem þau sjá eða heyra í. Sé slökkt á skjánum byrja þau aftur að hreyfa sig. Það sem er spennandi við að uppgötva heiminn færist inn í skjáinn og þar getur barnið uppgötvað annan heim án þess að hreyfa sig. Vandinn er hins vegar sá að hreyfingin er barninu nauðsynleg til að vaxa og þroskast eðlilega. Það er því nauðsynlegt að viðhalda forvitninni um umhverfi sitt og gefa barninu tækifæri til að þroskast og dafna á hreyfingu.

Varðveitum hreyfigleðina

Hreyfileikir örva hreyfiþroskann, hjálpa barni að kynnast líkamanum og ná valdi yfir honum.
Börn gleðjast yfir nýrri færni. Þau eru stolt og ánægð þegar þau geta staðið upp, labbað og hlaupið.

Það er mikilvægt verkefni foreldra að viðhalda hreyfigleði barnsins. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt því mörgum finnst börnin best þegar sem minnst fer fyrir þeim. Það þarf að hafa minna fyrir barni sem situr og horfir á skjá en því sem hleypur um og ærslast. 

Hreyfiþroskinn eflist aðeins með hreyfingu og hreyfing er forsenda þess að líkami barnsins þroskist eðlilega. 

Besta leiðin til að örva hreyfigleðina er fjölbreyttur frjáls leikur með foreldrum, systkinum eða jafnöldrum. Hvort sem er úti eða inni. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Skjátími

Allt er gott í hófi og það gildir líka um þann tíma sem börn verja fyrir framan skjáinn. Hvort sem um er að ræða sjónvarpsskjá, tölvuskjá eða snjalltæki. Börnin eru fljót að tileinka sér þessi tæki sem er jákvætt en við sitjum uppi með líkama sem þarfnast hreyfingar en ekki einhæfrar setu og þurfum að taka tillit til þess.

Við skjáinn eru börn gjarnan í sömu stellingunni og það reynir á líkamann. Sem dæmi má taka barn sem er að leika með síma. Staða höfuðs er álút, höfuðið er þungt og reynir mikið á óþroskaða vöðva í hálsinum. 

Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

 

Útivist og útileikir

Börnum finnst gaman að fara út að leika frá unga aldri. Útivera og útileikir barna eru góð leið til að auka hreyfingu barna. Foreldrar geta hvatt til útileikja með ýmsu móti.

  • Farið út með börnunum og leyft þeim að rannsaka heiminn úti.
  • Kenna börnum á sitt nánasta umhverfi og möguleikana sem það gefur til útiveru og leikja.
  • Ýmislegt sem börn finna úti getur orðið uppspretta leikja og um að gera að gefa börnum tækifæri til að uppgötva það. 
  • Gefið leikföng sem ætluð eru til útileikja svo sem: bolta, sandkassaleikföng, hlaupahjól, sippuband, krítar, sápukúlubauk, hjól miðað við aldur, skíði, skauta, sleða, húllahring...

Mikilvægasta verkefni foreldra barna á öllum aldri er að hjálpa börnum sínum til þroska. Að verja tíma með þeim úti er frábær leið til þess. Njótið þess að leika úti með börnunum og kenna þeim að njóta þess að leika og vera úti. Notið náttúruna og lífríkið til að vekja áhuga barna á því sem þar er finna. Til eru góðar handbækur sem hjálpa áhugasömum að finna út hvað blómið eða fuglinn heitir sem á vegi okkar verður. Leikirnir breytast með aldri og þroska barnsins og foreldrarnir ekki alltaf nauðsynlegir með í þá leiki en fátt kemur í stað góðrar útivistar með fjölskyldunni. 

Gerið útivist og náttúruskoðun að sjálfsögðum og skemmtilegum þætti í fjölskyldumenningu ykkar.

Varðveitum hreyfigleðina

Hreyfileikir örva hreyfiþroskann, hjálpa barni að kynnast líkamanum og ná valdi yfir honum.
Börn gleðjast yfir nýrri færni. Þau eru stolt og ánægð þegar þau geta staðið upp, labbað og hlaupið.

Það er mikilvægt verkefni foreldra að viðhalda hreyfigleði barnsins. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt því mörgum finnst börnin best þegar sem minnst fer fyrir þeim. Það þarf að hafa minna fyrir barni sem situr og horfir á skjá en því sem hleypur um og ærslast. 

Hreyfiþroskinn eflist aðeins með hreyfingu og hreyfing er forsenda þess að líkami barnsins þroskist eðlilega. 

Besta leiðin til að örva hreyfigleðina er fjölbreyttur frjáls leikur með foreldrum, systkinum eða jafnöldrum. Hvort sem er úti eða inni. Hér er að finna góð ráð til að örva lin börn.

Skjátími

Allt er gott í hófi og það gildir líka um þann tíma sem börn verja fyrir framan skjáinn. Hvort sem um er að ræða sjónvarpsskjá, tölvuskjá eða snjalltæki. Börnin eru fljót að tileinka sér þessi tæki sem er jákvætt en við sitjum uppi með líkama sem þarfnast hreyfingar en ekki einhæfrar setu og þurfum að taka tillit til þess.

Við skjáinn eru börn gjarnan í sömu stellingunni og það reynir á líkamann. Sem dæmi má taka barn sem er að leika með síma. Staða höfuðs er álút, höfuðið er þungt og reynir mikið á óþroskaða vöðva í hálsinum. 

Hér má finn góð ráð sem stuðla að góðu skjá uppeldi.

 

Útivist og útileikir

Börnum finnst gaman að fara út að leika frá unga aldri. Útivera og útileikir barna eru góð leið til að auka hreyfingu barna. Foreldrar geta hvatt til útileikja með ýmsu móti.

  • Farið út með börnunum og leyft þeim að rannsaka heiminn úti.
  • Kenna börnum á sitt nánasta umhverfi og möguleikana sem það gefur til útiveru og leikja.
  • Ýmislegt sem börn finna úti getur orðið uppspretta leikja og um að gera að gefa börnum tækifæri til að uppgötva það. 
  • Gefið leikföng sem ætluð eru til útileikja svo sem: bolta, sandkassaleikföng, hlaupahjól, sippuband, krítar, sápukúlubauk, hjól miðað við aldur, skíði, skauta, sleða, húllahring...

Mikilvægasta verkefni foreldra barna á öllum aldri er að hjálpa börnum sínum til þroska. Að verja tíma með þeim úti er frábær leið til þess. Njótið þess að leika úti með börnunum og kenna þeim að njóta þess að leika og vera úti. Notið náttúruna og lífríkið til að vekja áhuga barna á því sem þar er finna. Til eru góðar handbækur sem hjálpa áhugasömum að finna út hvað blómið eða fuglinn heitir sem á vegi okkar verður. Leikirnir breytast með aldri og þroska barnsins og foreldrarnir ekki alltaf nauðsynlegir með í þá leiki en fátt kemur í stað góðrar útivistar með fjölskyldunni. 

Gerið útivist og náttúruskoðun að sjálfsögðum og skemmtilegum þætti í fjölskyldumenningu ykkar.

Hreyfing og útivera