Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Við gefum líf

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Við getum bjargað lífi annarra með því að gefa þeim líffæri. Í öðrum tilvikum getum við lengt ævi fólks og bætt heilsu þess og líðan með líffæragjöf.

Við urðum öll sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við lög sem þá tóku gildi.

Fólk sem er andvígt því að gefa líffæri geta breytt skráningu á  Mínum síðum hér á vefnum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið mottaka@landlaeknir.is og láta vita. Þau sem ekki nota tölvur og stunda tölvusamskipti geta leitað aðstoðar heimilislækna eða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni sinni við að skrá afstöðu sína. Sýna þarf persónuskilríki á heilsugæslunni. 

Í þeim tilvikum sem einstaklingur getur mögulega verið líffæragjafi við andlát þarf í öllum tilvikum samþykki nánustu aðstandenda. Því er mikilvægt að tala um þessa hluti við nánustu aðstandendur þannig að þeir viti vilja þinn.

Nánari upplýsingar er að finna inn á Mínum síðum eða á vefsíðu Embættis landlæknis.