Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Veirupróf hjá börnum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Þegar farið er með börn í veirupróf er gott að þau viti við hverju er að búast.

  • Gott er að vera með andlitsgrímu þegar komið er í veirupróf. Það er bæði til að verja sjálfan sig og aðra.
  • Gott er að snerta ekki neitt að óþörfu.
  • Sá sem tekur sýnið er í sérstökum fötum, með grímu og vörn fyrir andlitinu til að koma í veg fyrir smit.
  • Oftast eru tekin tvö sýni annað úr hálsi og hitt úr nefkoki.
  • Þegar sýni er tekið úr hálsi þarf að opna munninn vel og segja aaaa. Sumir kúgast aðeins þegar sýnið er tekið og það er allt í lagi.
  • Þegar sýni er tekið úr nefi þarf að setja pinna í nefið. Það getur kitlað svolítið en er fljótt búið. Oftast tekur það bara sama tíma og tíminn sem það tekur að telja upp að fjórum.
  • Þegar sýnatakan er búin er gott að spritta hendur.