Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Smokkur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Smokkurinn er eina leiðin til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti sé hann rétt notaður. Til að smokkurinn virki til að draga úr líkum á smiti er nauðsynlegt að nota hann frá byrjun þannig að slímhúðir þeirra sem mök eiga snertist ekki. Alltaf á að nota smokkinn ef um er að ræða samfarir við einstakling sem viðkomandi þekkir lítið eða ekkert. Sem getnaðarvörn virkar hann þannig að hann kemur í veg fyrir að sæðið fari í líkama konu við samfarir. 

Smokkurinn fæst víða meðal annars í matvörubúðum, bensínstöðvum og lyfjaverslunum. Hann er til í ýmsum litum og brögðum.

Svona gerum við

  • Heilar umbúðir, ef gat er á umbúðum er smokkurinn ónýtur
  • Kanna dagsetningu á umbúðum, útrunninn smokkur er lítil vörn
  • Umbúðir opnaðar varlega. Gott að ýta smokknum örlítið til hliðar og rífa umbúðirnar við hornið. Ekki nota tennur eða neglur til að ná smokknum úr umbúðunum þar sem gat gæti komið á hann
  • Smokkurinn er upprúllaður þegar hann kemur úr pakkanum. Ef hann lítur út eins og hattur þá snýr hann rétt
  • Smokknum er rúllað upp á stinnt/hart typpið fyrir kynmök. Smokkurinn fyrst snerting svo
  • Totan fremst á smokknum tekur við sæðinu. Takið með vísifingri og þumli um totuna og haldið fingrunum þar á meðan smokknum er rúllað upp á typpið. Munið að smokkurinn er þunnur og langar neglur geta auðveldlega gert gat á hann
  • Losa loft út með því að strjúka með annarri hendi upp eftir typpi
  • Þegar kynmökum er lokið þarf að taka typpi sem fyrst úr leggöngum annars er hætta á að smokkur detti af. Best er að halda við neðri hluta smokksins þegar typpi er dregið út
  • Smokkurinn er tekinn varlega af, bundinn hnútur á hann og honum hent í rusl
  • Alltaf á að nota nýjan smokk við hver kynmök

 Á kynfræðsluvefnum má sjá hreyfimynd um notkun smokksins.