Fara á efnissvæði

Hálkuvarnir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Að vetri til er oft hálka og snjókoma. Þá er mikilvægt að huga að hálkuvörnum. 

  • Að moka snjó af stéttum og tröppum er mikilvægt. Þeir sem eiga orðið erfitt með þessi störf gætu ef til vill samið við nágranna sína, fjölskyldu eða vini um aðstoð.
  • Gott er að hafa tiltækan sand til að henda yfir hálar tröppur og gangstéttar áður en farið er út. 
  • Góðir skór með grófum sóla eru nauðsynlegir í hálku og snjó.
  • Mannbroddar eru til í ýmsum gerðum.
    • Fíngerðir broddar eru bestir á ísaða fleti.
    • Grófir broddar eru betri ef snjór eða þykkur ís er á gangstéttum og götum.
  • Þeir sem nota stafi eða hækjur ættu að eiga brodda til að setja á stafina.

Bíddu ekki eftir því að þú dettir á hálkunni

Broddar eru betri en brot