Fara á efnissvæði

Slysavarnir á meðgöngu

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Fall

Fall eða hrösun er orsök 60% slysa á meðgöngu. Ófædda barnið verður sjaldnast fyrir skaða, en mikilvægt er þó fyrir barnshafandi konur að fara varlega.

Nokkur ráð til að forðast fall:

  • Forðist allt óþarfa klifur t.d. upp á húsgögn og í lausa stiga.
  • Kannið slysagildrur á heimilinu sem hægt er að falla um. Þetta geta verið lausir hlutir í gangvegi, mottur, rafmagnssnúrur og lausir munir í stigum.  
  • Haldið í handriðið þegar gengið er í stigum.
  • Hafið næturljós á gönguleiðinni vegna tíðari klósettferða að nóttu til.
  • Veljið þægilega og stöðuga skó með stömum sólum.
  •  Í hálku er mikilvægt að nota góða og stama skó eða hálkuhlífar.

Öryggisbúnaður í bíl

Getur öryggisbelti skaðað ófætt barn í árekstri?

Ef beltið situr rétt á líkama konunnar er ekki hætta á því. Við rétt spennt bílbelti er konan og ófædda barnið 70% öruggara lendi þau í árekstri.

Nokkur ráð til að auka öryggi í bíl:

  • Spennið beltið rétt:
    1. Efra beltið kemur yfir öxlina og fer niður á milli brjóstanna.
    2. Neðra beltið er haft undir (kúlunni) og á það að hvíla yfir lærum eða eins neðarlega og hægt er á mjaðmakambi. Það er síðan spennt og þess gætt að það hvíli örugglega þétt að líkamanum.
  • Forðist þykkan fatnað sem kemur í veg fyrir að beltið haldist á réttum stað.
  • Færið sætið aftur bæði í farþegasæti og ökumannssæti en gætið þess að ná vel í fótabúnaðinn í ökumannssætinu.
  • Veljið farþegasætið þegar kostur er, sérstaklega þegar langt er liðið á meðgönguna.
  • Öryggispúðar eru í lagi, öryggispúðar ásamt réttri notkun á bílbelti veitir bestu vörnina.

Ljósmóðir í síma 513-1700 alla virka daga milli 10-12

Upplýsingar um réttindi í barneignarferli má finna hér