Fara á efnissvæði

Skimun fyrir krabbameinum

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Með skipulagðri leit eða skimun er hægt að finna krabbamein í leghálsi, brjóstum, ristli og endaþarmi á frumstigi áður en einkenna verður vart. Ef krabbamein finnst á byrjunarstigi eru batahorfur oftast betri.

Hér á landi er skimað fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hjá konum. Við hvetjum konur til að kynna sér þjónustuna vel og bregðast jákvætt við boði um skimun.

Skipulagðri skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameini hefur ekki enn verið komið á hérlendis eins og í sumum öðrum löndum. Slík skimun byggist yfirleitt á leit að duldu blóði í hægðasýnum og ristilspeglun ef sýnið er jákvætt. Hægt er að óska eftir slíkri rannsókn hjá heimilislækni. Hægt er að bóka beint í ristilspeglun hjá sérfræðilækni.