Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Skyndileg skammvinn veikindi og/eða slys barna

Kaflar
Útgáfudagur

Óvinnufærni foreldra/forráðamanna vegna veikinda barns sem vara minna en tvo mánuði.

Veikindaréttur hjá vinnuveitanda:

Foreldrar/forráðamenn geta átt rétt á launuðu leyfi vegna veikindi barna yngri en 13 ára. Foreldrar ávinna sér réttindi sem geta orðið mest 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Athuga veikindarétt hjá vinnuveitanda ykkar.

Veikindaréttur hjá stéttarfélagi:

Ef alvarleg veikindi barns varir lengur en 12 daga geta foreldrar/forráðamenn átt rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Athuga rétt ykkar hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Réttindi foreldra sem eru í lánshæfu námi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna:

Foreldrar/forráðamenn í lánshæfu námi geta átt rétt á auknu svigrúmi ef um alvarleg veikindi barns hafa kallað á innlögn á sjúkrahús eða sambærilega umönnun sem raskað verulega högum námsmannsins.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Framvísa þarf greinagóðu læknisvottorði um veikindi barns til LÍN.

Vátryggingafélög:

Líf- og sjúkdómatryggingar, fjölskyldutryggingar, barnatryggingar eða slysatryggingar geta komið til móts við foreldra sem missa tekjur vegna veikinda barna. Athuga hjá ykkar tryggingarfélag.

Styrktarfélög:

Kynna sér stuðningsúrræði hjá viðeigandi styrktarfélögum t.d. Umhyggju eða Neistinn

Athugið að sækja þarf um flest þau félagslegu réttindi sem nefnd hafa verið hér að framan.