Óvinnufærni foreldra/forráðamanna vegna veikinda barns sem vara minna en tvo mánuði.
Veikindaréttur hjá vinnuveitanda
Foreldrar/forráðamenn geta átt rétt á launuðu leyfi vegna veikindi barna yngri en 13 ára. Foreldrar ávinna sér réttindi sem geta orðið mest 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Gott er að athuga veikindarétt hjá sínum vinnuveitanda.
Veikindaréttur hjá stéttarfélagi
Ef alvarleg veikindi barns varir lengur en 12 daga geta foreldrar/forráðamenn átt rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Því þarf hver og einn að athuga sinn rétt hjá viðkomandi stéttarfélagi.
Réttindi foreldra sem eru í lánshæfu námi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna
Foreldrar/forráðamenn í lánshæfu námi geta átt rétt á auknu svigrúmi ef um alvarleg veikindi barns hafa kallað á innlögn á sjúkrahús eða sambærilega umönnun sem hefur raskað verulega högum námsmannsins.
Fylgigögn sem þurfa að berast: Framvísa þarf greinagóðu læknisvottorði um veikindi barns til LÍN.
Vátryggingafélög
Líf- og sjúkdómatryggingar, fjölskyldutryggingar, barnatryggingar eða slysatryggingar geta komið til móts við foreldra sem missa tekjur vegna veikinda barna. Best er að athuga stöðun hjá sínu tryggingarfélagi.
Styrktarfélög
Gott er að kynna sér stuðningsúrræði hjá viðeigandi styrktarfélögum, til dæmis Umhyggju eða Neistanum.