Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Langvinn veikindi barna

Kaflar
Útgáfudagur

Óvinnufærni foreldra/forráðamanna vegna veikinda barns sem vara meira en tvo mánuði.

Veikindaréttur hjá vinnuveitanda

Foreldrar/forráðamenn geta átt rétt á launuðu leyfi vegna veikindi barna yngri en 13 ára. Foreldrar ávinna sér réttindi sem geta orðið mest 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Mælt er með að athuga veikindarétt hjá eigin vinnuveitanda.

Veikindaréttur hjá stéttarfélagi

Ef veikindi barns varir lengur en 12 daga geta foreldrar/forráðamenn átt rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Hægt er að skoða réttindi hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Fæðingarstyrkur stéttarfélaga

Sum stéttarfélög eru með fæðingarstyrki, eingreiðslu vegna fæðingar barns. Ráðlagt er að kanna réttindi hjá viðkomandi stéttarfélagi

Lenging fæðingarorlofs vegna veikinda barns

Foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eiga möguleika á að fá það framlengt ef innlögn barns á barnadeild varir í lengur en sjö daga eða vegna langvarandi veikinda barns.

Að sækja um framlengingu á fæðingarorlofi vegna veikinda barns:

  1. Óska eftir læknisvottorði við útskrift barns eða þegar sértækri umönnun barns lýkur og senda á Fæðingarorlofssjóð.
  2. Foreldrar/forráðamenn tilkynna vinnuveitenda og fæðingarorlofssjóði hvernig þau ætli að ráðstafa lengingunni: Tilkynning um tilhögun fæðingarorlofs.

Réttindi foreldra sem eru í lánshæfu námi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna

Foreldrar/forráðamenn í lánshæfu námi geta átt rétt á auknu svigrúmi. Ef alvarleg veikindi barns námsmanns hafa kallað á innlögn á sjúkrahús eða sambærilega umönnun og hafa raskað verulega högum námsmannsins.

Fylgigögn sem þurfa að berast: Framvísa þarf læknisvottorði um veikindi barns til LÍN.

Foreldragreiðslur

Sameiginlegur réttur á greiðslum til foreldra/forráðamanna sem þurfa að leggja niður störf sökum alvarlegra veikinda barns. Fullnýta þarf rétt sinn til veikindalauna vegna veikinda barns hjá atvinnurekanda og úr sjúkrasjóði stéttarfélags áður en sótt er um foreldragreiðslur. Í allt að sex mánuði eftir að störf eru lögð niður eru greiðslur launatengdar en eftir það er hægt að sækja um grunngreiðslur.

Foreldri í námi á rétt á foreldragreiðslum sem geta varað í allt að þrjá mánuði.

Að sækja um foreldragreiðslur:

  1. Foreldrar/forráðamenn sækja um á ,,mínar síður" Tryggingastofnunnar.
  2. Óska þarf eftir foreldragreiðslu-vottorði hjá lækni barnsins
  3. Greinagerð félagsráðgjafa sem sinnir fjölskyldunni t.d. hjá Rágðgjafar- og greiningarstöð, félagsþjónustu í nærumhverfi eða félagsráðgjafa á Barnaspítalanum
  4. Kynna sér hvaða fylgigögn þurfa að fylgja með

Vátryggingafélög

Líf- og sjúkdómatryggingar, fjölskyldutryggingar, barnatryggingar eða slysatryggingar geta komið til móts við foreldra/forráðamenn sem missa tekjur vegna veikinda barna. Ráðlagt er að athuga málið hjá sínu tryggingarfélagi.

Ferðakostnaður vegna búsetu utan höfuðborgarsvæðisins

Foreldrar/forráðamenn sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um endurgreiðslur á daglegum ferðum til Sjúkratrygginga Íslands vegna innlagnar barns á Barnaspítala Hringsins. Samhliða er hægt að fá vikulegar ferðir milli heimilis og sjúkrahúss endurgreiddar. Í vissum tilfellum er hægt að sækja ferðakostnað vegna ferða barna sem þurfa tíðar læknismeðferðir á spítala.

Að sækja um ferðakostnað: vefsíða Sjúkratrygginga Íslands

1. Óska eftir ferðavottorði hjá lækni

2. Ritari á göngudeild/dagdeild staðfestir ferðir til læknis

3. Foreldrar þurfa að skila inn staðfestingu á þessum ferðum ásamt kvittunum fyrir fargjaldi til umboðs SÍ hjá sýslumanni í sínu umdæmi. Ef fjarlægðin er meiri en svo að keyrt sé daglega á milli, endurgreiða SÍ 80% af kostnaði upp að ákveðnu þaki vegna gistingar í Reykjavík meðan barn liggur inni.

Læknismeðferð erlendis

Ferðakostnaður s.s. fargjöld og gisting eru greidd af Sjúkratryggingum Íslands. Meðhöndlandi læknir sér um að sækja um til Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er hægt að sækja um sjúkradagpeninga til Sjúkratrygginga Íslands. Greitt er fyrir tvo fylgdarmenn, annar fær fulla sjúkradagpeninga en hinn hálfa. Einnig eru hlutagreiðslur dagpeninga til barna.

Umönnunargreiðslur

Ef barn er inniliggjandi til lengri tíma (átta vikur eða lengur) eða ef um er að ræða alvarlegan sjúkdóm eða alvarlega fötlun barns sem krefst aukinnar umönnunar foreldris, er hægt að sækja um umönnunargreiðslur barna hjá Tryggingarstofnun. Umönnunargreiðslur er skattfrjálsar og óháðar öðrum tekjum foreldra.

Að sækja um umönnunargreiðslur:

1. Foreldrar sækja um á Mínum síðum (kennitala barns) hjá Tryggingastofnun

2. Óska eftir umönnunarvottorði hjá lækni barnsins

3. Kynna sér hvaða fylgigögn þurfa að fylgja með

Styrktarfélög

Ýmis stuðningsúrræði eru til boða hjá viðeigandi styrktarfélögum t.d. Umhyggju, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna eða Neistinn.

Athuga að sækja þarf um flest þau félagslegu réttindi sem nefnd hafa verið hér að ofan.