Fara á efnissvæði

Skyndihjálp við tóbaksþörf

Kaflar
Útgáfudagur
  • Beina athyglinni að einhverju öðru meðan tóbaksþörfin gengur yfir
  • Fá þér ávöxt að borða
  • Draga djúpt andann og ímynda þér að þú berist á brimbretti eftir öldufaldi
  • Fá þér vatnsglas að drekka, gjarnan með sítrónusneið úti í. Vera líka alltaf með vatn við höndina. Vatnsdrykkja hjálpar til við að hreinsa nikótínið og tjöruna úr líkamanum og vinnur gegn þyngdaraukningu
  • Bragð af sítrusávöxtum, piparmintu, mentóli og lakkrísrót getur slegið á tóbakslöngunina
  • Fara í stutta gönguferð, líkamshreyfing er hreinasta afbragð þegar fólk hættir tóbaksnotkun


Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína