Meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri eru í höndum Barnaverndarstofu. Meðal úrræða sem í boði eru má nefna Fjölkerfameðferð (MST) fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Auk Stuðla eru starfandi þrjú meðferðarheimili á landsbyggðinni. Ástæður vistunar geta verið margvíslegar, m.a. hegðunarröskun, afbrotahegðun, ofbeldi og notkun vímuefna. Einungis starfsfólk barnaverndar geta sótt um vistun fyrir börn á meðferðarheimilum og verða börnin að hafa áður fengið meðferð og greiningu á Stuðlum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu.
Einnig má benda á:
- Bergið headspace - Stuðnings og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk - s: 571-5580
- Foreldrasíminn 581-1799
- Félagsþjónustan í þínu bæjarfélagi
- Sjálfstætt starfandi sálfræðingar og annað fagfólk
- Vímulaus æska / Foreldrahús - s:511-6160 / 511-6161